Nú eru silki koddaver orðin frekar vinsæll aukahlutur í fegrunar og dekur heiminum. Hvort sem um er að ræða fyrir húð, hár eða andlit þá getur ávinningur þess að nota silkikoddaver verið mjög góður.

Ég ákvað því að taka saman nokkrar góðar ástæður fyrir því afhverju sniðugt er að fjárfesta í silki koddaveri helst í gær.

 

 

Hjálpar húðinni að halda í raka

Silki hjálpar húðinni að halda í raka frekar en flest önnur efni í koddaverum sem geta oft dregið að sér raka og þar að leiðandi frá húðinni. Silki getur því hjálpað húðinni að halda í náttúrulega raka húðarinnar. Það að sofa á silkikoddaveri getur því komið í veg fyrir þurrk í húðinni. Einnig á það við um hár og hjálpar það að sofa á silki því hárinu að viðhalda raka. Andlitskrem eiga einnig til með að haldast lengur á húð fremur en að fara í koddaverið þegar sofið er á silki.

 

Silki er ekki ofnæmisvaldandi

Silki er á náttúrulegann hátt ekki ofnæmisvaldandi og að auki hefur náttúrulegt viðnám við rykmaurum, sveppum, myglum og fleirum skaðlegum kvillum.

 

Silki getur stuðlað að heilbrigðri húð

Að sofa á silki koddaveri getur stuðlað að heilbrigðri húð og komið í veg fyrir hrukkur og fínar línur. Húðin verður fyrir minna áreiti og dregst síður til þegar sofið er á silki. Að auki hefur það sýnt sig að ávinningur að sofa á silki koddaveri geti minnkað og komið í veg fyrir stíflaðar svitaholur og bólumyndun, þar sem húðin á auðveldara með að ,,anda“ á silki koddaveri frekar en öðrum efnum og dregur það einnig úr fitumyndun húðar.

 

Kemur í veg fyrir úfið hár og slitna enda

Þar sem silki er eins og maður segir ,,silkimjúkt“ og slétt hjálpar það hárinu að haldast sléttu og fínu yfir nóttina í stað þess að vakna með úfið og tætt hár. Að auki hjálpa náttúrulegu eiginleikar silkis og slétt yfirborð þess að koma í veg fyrir brotnun og slitnun hári. Því getur það borgað sig hratt upp að sofa á silki koddaveri.

 

 Silki er munaðar vara

Það er ekkert annað efni í heiminum sem er eins mikil munaðar efni og mikill lúxus eins og silki. Og það er ekkert eins mikilvægt þegar kemur að rúmfötunum en koddaverið þar sem það hefur áhrif á húðina og hárið. Að auki er svefn einn mikilvægasti þáttur í okkar lífi og hefur áhrif á svo marga þætti því er það í raun góð fjárfesting að eignast silki koddaver og bæta þannig svefn og áhrif svefns á húð og hár.

 

Pump Mulberry silki koddaverin

 

Við hjá Glowup seljum 100% Mulberry silki koddaver frá Pump haircare. Mulberry silki er einstaklega gott og vandað silki og er talið eitt besta fáanlega silki í heiminum. Ástralska Pump haircare merkið er mjög umhugað um náttúrulega og góða hár umhirðu og eru því allir aukahlutir sem þau hafa komið með fram á markað einstaklega vandaðar og góðar vörur, og að auki vel rannsakaðar.

Best er að þrífa silki á handþvotta stillingu ef notað er þvottavél. Forðast skal að nota þurrkara.

 

 

Takk fyrir að lesa og þangað til næst <3

Instagram: selmasoffia

0 comments

Skildu eftir athugasemd

All blog comments are checked prior to publishing