Halló - ég heiti Alexandra og er starfsmaður hjá Glowup. Mig langar að byrja á því að óska ykkur kæru lesendum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir viðskiptin á síðasta ári.
Ég átti mér nokkrar uppáhalds vörur á árinu 2021 og ætla að segja ykkur aðeins frá þeim.
Fyrsta varan sem mig langar að segja ykkur frá er Ultra dark Tanning Mousse frá Dripping Gold. Ég elska brúnkukrem og hef lengi verið að leita að mínu uppáhalds. Þegar ég prófaði froðuna frá Dripping Gold þá var ekki aftur snúið, mér finnst auðvelt að dreifa úr henni og liturinn er fallegur. Að mínu mati er liturinn Ultra Dark fullkominn fyrir ákveðin tilefni eins og afmæli eða tónleika. Ég hafði haft auga á fleiri litum á froðunni í svolítinn tíma og ég keypti mér hana í litnum Medium fyrir útskriftina mína og vá - ég gæti ekki mælt meira með þeim lit. Ég ber á mig brúnkukrem vikulega eftir að ég kynntist þessum lit. Liturinn er náttúrulegur á húðinni og æðislegur fyrir hversdagsleikan þegar manni langar í smá lit!
-
Vegna mikillar brúnkukrems notkunar á líkaman þá var ég aðeins farin að vilja fá lit í andlitið líka svo það væru ekki svona augljós skil milli hálsins og andlitisins þegar ég væri ómáluð. Ég fór nánast aldrei út úr húsi nema vera búin að mála mig, en eftir að ég kynntist þessu þá hefur það breyst til hins betra. Mér líður vel ómálaðari og er mun öruggari með mig eftir að ég hef borið þetta á mig. Ég þorði þó aldrei að prófa neinar brúnkuvörur í andlitið á mér afþví ég var vön að fá bólur en ég hafði heyrt að Wonder Water frá Dripping Gold væri ekki stíflandi. Það tók mig ekki langan tíma að kaupa mér eitt stykki og ég elskaði þetta vatn um leið! Ég spreyja vatninu í Kabuki burstan sem er einnig frá Dripping Gold og nota hann í hringlaga hreyfingar á andlitið og bíð svo með vatnið á húðinni í 4-6 klukkutíma og er þá orðin ferskari í framan. Mér finnst gott að setja vatnið á mig ca. 2 tímum fyrir svefn því þá er það orðið alveg þurrt á húðinni þegar ég leggst á koddann og ég vakna tönuð og fersk morguninn eftir.
-
Annað sem ég er orðin húkkt á er Hyaluron Skin Essence-ið frá Hanskin en það er raka vatn sem er orðin nauðsynleg viðbót í húðrútínuna mína. Í vatninu eru Hyaluronic sýrur og Collagen en þessi tvenna er æði fyrir frískleika húðinarinnar. Ég ber vatnið á mig áður en ég set á mig rakakrem en mér finnst það hjálpa við að halda raka í húðinni til lengri tíma. Vatnið er með ‘‘5 in 1‘‘ eiginleika afþví að það veitir raka, ljóma, kemur jafnvægi á húðina, húðin fær mýkra yfirbragð og svo verður hún svo einstaklega mjúk eftir notkun. . Mér finnst húðin mín í lok dags vera jafn nærð og hún var þegar ég bar vatnið á mig um morguninn.
-
Ég er mikið fyrir léttar augnfarðanir og er vön að nota matta augnskugga í jarðlitum til að mynda ‘‘smudge-y‘‘ eyeliner en ég ákvað að prófa Kohl pensilinn frá SOSU í litnum Brown og ég sé ekki eftir því! Hann er svo mjúkur og það þarf svo örlítið af honum til að ná fram miklum lit. Þessi pensill mun endast mér lengi en svo á ég á annan í litnum Black og hann er líka æði. Myndin hér fyrir neðan er kannski aðeins óskýr en ég vona að þið sjáið hvað hann gerir mikið fyrir svona létta augnförðun.
-
Síðasta varan sem ég prófaði á árinu var engin önnur en Skin Sheen. Þetta er instant brúnku vatn í sprey formi sem gefur svo fallegan lit - elska! Það er hægt að spreyja úr brúsanum beint á húðina fyrir matte lúkk en ef þig langar í smá glow þá myndiru hrissta brúsann áður, en það er smá glimmer á botninum sem fer þá á húðina. Engar áhyggjur ef þú fílar ekki glimmer - það kemur ekkert af því út ef þú hrisstir ekki brúsann! Burstinn sem fylgir með settinu er auðveldur í notkun og dreyfir brúnkunni fallega, þið getið séð fyrir og eftir myndir hér fyrir neðan en þetta er svo náttúrulegt á húðinni. Þessi vara skolast síðan af í sturtunni með vatni og sápu. Skin Sheen var klárlega nr 1 á uppáhalds listanum mínum árið 2021.
-
Takk æðislega fyrir að lesa! Instagram hjá mér er @alexandramarins & @alexandramarinmakeup
0 comments