Við höfum öll verið þar þegar það virðist sem ekkert ætlar að virka fyrir hárið, sama hversu mikið við reynum, alheimurinn virðist bara ekki vera að vinna með okkur stundum! Það virðist sem þúsundir hára bara falla í hvert skipti sem við greiðum það.. ókei, kannski ekki þúsundir.. en þið skiljið hvert ég er að fara.. það bara hættir ekki að brotna og/eða detta af.. maður hefur ófá skiptin hugsað með sér að nú verði maður sköllótt í lok vikunnar!
Það eru þó nokkrir hlutir sem geta valdið enn meiri skaða fyrir hárið og hársverðinn eins og að þvo hárið of oft, of mikil sól, sléttu og krullujárn, heitur blástur, klórinn í sundlauginni og reykingar sem dæmi. Það er þó ekki öll von úti! Það eru fullt af hlutum sem þú getur gert til að halda hárinu heilbrigðu og mjúku. Hárlos á sér stað þegar hárið getur ekki haldið nægum raka sem gerir það að verkum að það verður mun viðkvæmara. Hér ætlum við að fjalla um nokkrar vörur frá Pump Haircare sem eru úr Moisture & Repair línunni sem virka einstaklega vel á þurrt og skemmt hár.
Pump Repair Hair Mask
Þessi viðgerðar maski er hannaður til þess að umbreyta skemmdu hári. Maskinn inniheldur m.a Shea butter, jojoba olíu og avokadó olíu sem er einstaklega nærandi fyrir hárið. Maskinn er settur í rakt hárið og svo er um að gera að skella bara bíómynd í tækið og leyfa maskanum að vinna á meðan. Hárið verður mjúkt og meðfærilegt strax eftir fyrstu notkun. Mælum svo með að nota hann að lágmarki 1 x í viku.
Þessi viðgerðar maski er hannaður til þess að umbreyta skemmdu hári. Maskinn inniheldur m.a Shea butter, jojoba olíu og avokadó olíu sem er einstaklega nærandi fyrir hárið. Maskinn er settur í rakt hárið og svo er um að gera að skella bara bíómynd í tækið og leyfa maskanum að vinna á meðan. Hárið verður mjúkt og meðfærilegt strax eftir fyrstu notkun. Mælum svo með að nota hann að lágmarki 1 x í viku.
Sjampóið er einstaklega milt og freyðir vel. Það hreinsar hárið varlega og er mjög rakagefandi.
Pump Repair næringin vinnur að því að gera við hár sem hefur skemmst vegna litunar, efnameðhöndlunar eða hitamótunar. Þessi hárnæring inniheldur m.a chia seed olíu sem veitir góðann raka og mýkt með langvarandi árangri.
Æðisleg næring sem þú berð í hárið fram að næsta hárþvott. Kremið nærir hárið og endurheimtir glataðan raka. Kremið inniheldur m.a Kamillu extract sem nærir hárið og vinnur gegn klofnum endum. Kremið er einstaklega létt og þyngir ekki hárið.
Ekki láta sléttujárnið, krullujárnið eða hárblásarann skemma hárið þitt! Pump kynnir nýjustu tækni til þess að vernda hárið með hitavörn sem verndar hárið gegn hita upp að 300 gráðum! Hitavörnin hefur dásamlegan suðrænan ilm sem gefur hárinu fallegan gljáa. Þessi er nayðsynlega fyrir alla sem nota hita á hárið.
Þetta næringarsprey er sérstaklega hannað fyrir þurrt og skemmt hár! Spreyið nærir hárið og endurheimtir raka. Inniheldur m.a Jojoba fræolíu sem gefur hárinu mikinn raka án þess að þyngja hárið. Hentar einnig sem flókasprey.
Prótínríkt sprey sem jafnar gljúpleika hársins og bætir rakastig hársins, styrkir og nærir hárið og gerir hárinu kleift að halda hárlit lengur.
Gljúpleiki hársins snýst um getu hársins til að draga til sín raka og viðhalda honum. Gljúpleiki hársins hefur áhrif á það hversu vel olíur og raki berst inn og út úr ysta lagi hársins.
Ertu ekki viss hvort þetta henti þér? Taktu prófið! Taktu hárstrengi úr höfðinu eða burstanum þínum og settu í vatnsglas. Bíddu í nokkrar mínútur og ef hárið þitt flýtur þá ertu með lítið gljúpt hár, ef það sekkur í botninn þá ertu með mikið gljúpt hár og þessi vara er fyrir þig!
Seinasta varan sem við viljum nefna í bili er Bamboo handklæðið.
Það er frábært fyrir viðkvæmt hár! Venjuleg bómullarhandklæði geta verið aðeins of harkaleg fyrir viðkvæmt hár svo við mælum eindregið með að prófa bamboo handklæðið frá Pump. Handklæðið dregur vatnið úr hárinu og gerir hárinu kleift að þorna hraðar án skemmda. Það hentar öllum hárgerðum og er sérstaklega gott fyrir krullað hár og þær sem fylgja CGM aðferðinni.
Gott er að reyna minnka hitamótun á hárið eins mikið og hægt er, eins og t.d 1 x í viku. Þegar þú blæst hárið þá er gott að nota lægstu hitastillinguna á blásaranum og ALLTAF nota hitavörn áður. Svo getur þú viðhaldið ákveðnum greiðslum með þurrsjampó.
Þar sem að þurrt hár er svo viðkvæmt þá brotnar það auðveldlega, svo passaðu að bursta hárið ekki harkalega og notaðu ‘detangle’ hárbursta eða greiður. Pump detangle comb er t.d tilvalin til þess að renna varlega í gegnum hárið fyrir sturtuna. Það getur verið erfitt að leysa úr flækjum þegar hárið er orðið blautt án þess að valda skemmdum.
Alltaf er gott að fara reglulega á þínu hárgreiðslustofu og láta særa af endunum til þess að forðast klofna enda.
Stundum er hægt að tengja ástand hársins við skjaldkirtilssjúkdóma, matarræði, meðgöngu og önnur læknisfræðileg vandamál og við mælum alltaf með að leita til læknis ef þú tekur eftir einhverjum óvæntum eða miklum breytingum á hárinu á skömmum tíma.
Við viljum þakka þér fyrir að lesa og ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað þig með varðandi hárið þitt þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur eða kíkja til okkar á strandgötuna og við aðstoðum þig eftir bestu getu. :)
0 comments