Í tilefni þess að við höfum tekið inn nýtt merki þá vildi ég segja ykkur aðeins betur frá því.
 
Hanskin er frá Suður-Kóreu og er eitt af fyrstu K-beauty merkjunum sem margir þekkja í dag. Það er gaman að segja frá því að Hanskin setti á markað fyrsta BB-kremið! Sem þúsundir kóreskra merkja hermdu eftir og að lokum heimurinn allur! Eftir velgengni þeirra með eitt vinsælasta BB-kremið (sem er enn í dag selt í öllum snyrtibúðum í Kóreu) þá sameinaðist Hanskin líftækni og lyfjafyrirtækinu Celltrion.
 
 Celltrion sérhæfir sig í rannsóknum og þróun ekki aðeins á lyfjum heldur líka á snyrtivörum. Fyrir Hanskin vörumerkið þá leiddi það til þess að ný áhersla var lögð á virkni innihaldsefna snyrtivaranna og að þau kæmust betur inn í húðina og ykju virkni vörunnar. Hanskin sérhæfir sig í áhrifaríkum snyrtivörum sem skila góðum árangri.
 
K-beauty vörum hefur farið fjölgandi hér á landi enda eru vörurnar áhrifaríkar og oftar en ekki á mjög góðu verði.
 
Hanskin hefur gríðarlegt úrval af húðvörum og einnig förðunarvörum. Í dag bjóðum við upp á vinsælustu vörurnar frá þeim og stefnum á að stækka vöru úrvalið í framtíðinni.
 
Hyaluron Skin Essence er mjög vinsæl vara hjá Hanskin og ekki að ástæðulausu! Hægt er að nota það sem rakavatn og jafnvel í stað rakakrems fyrir mjög olíukennda húð. Vatnið er einstaklega rakagefandi og heldur raka í húðinni allann daginn með frábærum innihaldsefnum!  Sem dæmi má nefna tvennskonar hyaluronic sýrur og glycerin sem má finna náttúrulega í húðinni og gefur mjög góðann raka og styrkir húðina. Einnig inniheldur það hydrolyzed collagen (vatnsrofið) sem hjápar húðinni að halda raka, bætur útlit húðar sem er þurr og skemmd og dregur úr flögnun og endurheimtir teygjanleika húðarinnar.
 
Hyaluron Skin Essence hentar öllum húðtegundum en er sérstaklega gott fyrir þurra húð.
 
Við mælum með að nota það kvölds og morgna eftir hreinsun og áður en rakakrem er sett á húðina og mælum eindregið með að para vatnið saman við Real Complexion Hyaluron andlitskremið frá Hanskin.
 
Takk fyrir að lesa og ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að senda á okkur línu hér á síðunni, Instagram, Facebook eða gegnum tölvupóst á glowup@glowup.is 

0 comments

Skildu eftir athugasemd

All blog comments are checked prior to publishing