Alya skin er Ástralskt merki sem er hvað frægast fyrir bleika maskann sem fjallað var um hér. Fyrirtækið er enn frekar nýtt og því línan lítil en einföld og því hægt að setja allar vörurnar saman í eina góða húðrútínu. Ég ákvað að skrifa upp einfalda og góða húðrútínu sem inniheldur allar fjórar Alya skin vörurnar.
1. Andlitshreinsun
Það er mjög mikilvægt að byrja á að hreinsa andlitið eftir daginn, meira segja þó aðeins sé notað litlar eða jafnvel engar snyrtivörur og förðunarvörur. Loftið í kringum okkur er mjög óhreint og stútfullt af mengun sem sest á húðina okkar og með tímanum fara inni í hana og mynda allskyns vandamál eins og stíflanir, bólur og fílapensla. Hér er því gott að byrja á Alya skin froðu hreinsinum, sem er með betri micellar hreinsum sem ég hef prófað og er hann ótrúlega þæginlegur í notkun þar sem hann er með pumpu og freyðir og er því mjög léttur á húðina og augun og endist mjög lengi. Það þarf einungis lítið magn í einu og þar að leiðandi endist hann lengi.
2. ,,Double cleansing“
Þetta skref er gríðarlega mikilvægt að mínu mati þar sem fyrsta skrefið snýst einungis um það að ,,þrífa daginn af“ eins og sumir segja. Eftir fyrsta skrefið er húðin ekki orðin alveg hrein og því mikilvægt að taka þetta skref og nota góða andlitssápu, hreinsi eða skrúbb. Í þessu tilfelli myndi ég mæla með granatepla skrúbbnum frá Alya skin. Hann er sérstaklega hannaður til að mjúklega styrkja og endurnýja húðina, og er mjög mildur á húðinni. Skrúbburinn inniheldur fræ úr granateplum og er stútfullur af C vítamíni og andoxunarefnum. Skrúbburinn vinnur einnig gegn bólum og bólgum í húðinni og skilur hana eftir silkimjúka og endurnærða.
3. Hreinsimaski
Hér er tilvalið að nota Alya skin leirmaskann, en hér er einmitt fjallað ítarlega um hann og hvernig hann virkar. Það má nota maskann allt að þrisvar sinnum í viku, við mælum með að nota hann 1-3 í viku, fer eftir ástandi húðar. Hann hentar öllum húðtýpum og þá sérstaklega viðkvæmum og er því tilvalinn í húðrútínuna. Eins og fjallað var um hér að þá vinnur hann á allskyns húðvandamálum eins og bólum, stíflum og bólgum, og kemur einnig jafnvægi á olíumyndun húðarinnar, hann gefur húðinni slétta og fallega áferð ásamt því að birta húðina og gefa henni ljóma.
4. Rakakrem
Síðasta skrefið er þá rakakremið frá Alya skin. Rakakremið er stútfullt af C vítamíni og andoxunarefnum, eins og skrúbburinn. Kremið inniheldur Macadamia olíu, möndluolíu og shea butter sem allt gefur djúpan raka í húðina. Það vinnur í að endurheimta raka í húðinni ásamt því að læsa hann inni. Kremið hentar öllum húðtýpum og er mjög létt á húðina.
Þetta er að sjálfsögðu ekki heilög húðrútína en er þó góð hugmynd að einfaldri og góðri rútínu, sérstaklega fyrir byrjendur. Húðrútína sem vinnur gegn alls konar húðvandamálum og gefur húðinni fallegt yfirborð og ljóma. Hér er hægt að skoða alla línuna frá Alya skin. Vörurnar eru allar vegan og cruelty free.
Ég vona að þessi færsla geti verið til hliðsjónar og aðstoðað einhvern í að fullkomna húðrútínuna sína<3
Instagram: selmasoffia
0 comments