Hvað er DHA (dihydroxyacetone)?

DHA er virka efnið í brúnkuvörum. Þegar efnið er borið á húðina veldur það efnahvörfum við amínósýrur í yfirborðsfrumum húðarinnar sem framkallar dökkan lit á húðina. DHA er skaðlaust fyrir húðina þar sem það hefur aðeins áhrif á efsta lag húðarinnar. Í þessu ferli að þá myndast ákveðin lykt sem að margir sem nota reglulega brúnkuvörur kannast við, mismunandi er hvernig fólk upplifir þessar lykt, sumir finna meiri lykt en aðrir. þessi lykt hverfur svo alveg þegar búið er að fara í sturtu.

Magn DHA í brúnkuvörum er mismunandi, sem dæmi, þá inniheldur svokallað gradual tan minna magn af DHA en t.d instant, express og dekkstu litirnir innihalda hærra hlutfall af DHA.

þegar brúnkan er borin á er formúlan oft lituð, þessi litur er eingöngu til þess að auðvelda ásetningu og vera viss um að brúnka sé jöfn á húðinni, þessi litur skolast svo af í sturtu og þá er DHA búið að dekkja húðina og við verðum fallega brún í nokkra daga. ☀️


Sjálfsbrúnkan endist vanalega í 5-7 daga, það er mismunandi eftir vörum og hversu vel er hugað að húðinni dagana eftir.
Til þess að viðhalda brúnkunni lengur er gott að bera á sig rakakrem daglega.

Brúnkuvörur eru miklu öruggari kostur en ljósabekkir og sólböð en mikilvægt að vita að brúnkuvörur innihalda enga sólarvörn og mælum við alltaf með að nota slíka yfir brúnkuna. 

 

0 comments

Skildu eftir athugasemd

All blog comments are checked prior to publishing