The Curly Girl Method hefur breytt lífi margra kvenna með krullað hár með því að hvetja þær og hjálpa þeim að leyfa náttúrulegu krullunum sínum að njóta sín til fulls. Lorraine Massey kom fram með hugmyndina og gaf út vinsælu handbókina Curly Girl: The Handbook.

Aðferðin snýst fyrst og fremst um það að hárþvottur og stíling eftir þvott innihaldi engar hárvörur sem innihalda efni eins og silikón, paraben og súlfat, að auki má takmarkað nota hita tæki á hárið eins og sléttujárn og þess háttar, einnig greiða það sem minnst og nota lítið af sjampó. Þannig í rauninni á einungis að nota hárnæringu til að þvo hárið, sem kann að hljóma undarlega í fyrstu en gefur í raun einstaklega fallegann árangur.

 

Pump haircare er með einstaklega góða Curly Girl Method friendly hárlínu sem inniheldur einungis vörur sem má nota á meðan maður er að vinna í þessari aðerð. Ég ætla því aðeins að segja ykkur frá hverri vöru fyrir sig.

 

Curly Girl Shampoo

 

Fullkomið sjampó fyrir Culy Girl Method! Sjampóið inniheldur ekki silikón, alkóhól, paraben, súlfat og er sérstaklega hannað til að ýkja náttúrulegu krullurnar. Einungis skal nota það einu sinni í viku ef verið er að fylgja Curly Girl Method.

 

 

Curly Girl Hárnæring

 

Hárnæringin er einnig laus við silíkón, alkóhól, paraben, súlfat og er einnig sérstaklega hönnuð til að ýkja krullurnar. Nota skal hárnæringuna í hárþvott og einnig eftir Curly Girl sjampóið þegar það er notað.

 

 

Spring Back Sprey

 

Þetta sprey er fullkomið fyrir þær sem lenda í því að vakna og krullurnar eru orðnar flatar og leiðinlegar, en manni langar ekki að þvo hárið aftur eða nota vörur sem gera hárið þungt og enn leiðinlegra. Spreyið er of gott til að vera satt fyrir ykkur krullu vinkonur! (nú tala ég af reynslu). Spreyið inniheldur vatn, prótein og fleiri góð innihaldsefni sem hjálpa að endurlífga krullurnar fyrir dag tvö, á meðan það nærir einnig hárið, gefur hárinu líf og kemur í veg fyrir úfið hár. Enn og aftur eru engin súlföt, silikón, alkóhól eða gervi ilmefni í vörunni, aðeins náttúruleg og nærandi innihaldsefni. Að mínu mati er best að nota spreyið kvöldinu áður, fyrir svefn. Þá vaknar maður með hár sem er nákvæmlega eins líflegt og fallegt og það var deginum áður. Spreyja skal beint í hárið og reyna ná sem flestum pörtum. Ekki skemmir fyrir að spreyið ilmar dásamlega!

 

 

2in1 Define and Repair Krem

 

Krullukrem sem gerir krullurnar fallegri ásamt því að gefa hárinu raka og virka sem hálfgerð djúpnæring á sama tíma. Kremið er stútfullt af nærandi innihaldsefnum sem temja úfið hár og læsir krullurnar inni. Að sjálfsögðu er kremið einnig Curly Girl vænt. Best er að nota um 2-3 pumpur af kreminu og renna því yfir hárið á meðan maður kreistir krullurnar inni og þannig ýkir þær enn meira.

 

 

Soft Curl Gel

 

Soft Curl gelið er gel með miðlungs haldi og er hannað til að skerpa á krullum á sama tíma og það vinnur á úfnu hári. Hannað fyrir þunnt og þykkt hár. Gelið inniheldur aðeins náttúruleg og lífræn efni, eins og Aloe Vera sem hjálpar að viðhalda raka í hárinu. Það eru því engin óæskileg efni, einungis Curly Girl friendly innihaldsefni. Best er að nota gelið í blautt hárið og kreista það á þann hátt að það skerpi krullurnar.

 

 

Pump Detangle Greiðan og Pump Shampoo Burstinn

 

Pump er með gott úrval af allskyn aukahlutum sem hjálpa í viðhaldi á heilbrigðu og fallegu hári. Pump Detangle greiðan er einstaklega góð og hentar vel fyrir krullað hár. Greiðan greiðir í gegnum flækjur og úfið hár án þess að rífa það, hún er einnig fullkomin til að greiða olíur eða hármaska í hárið. Við höfum áður fjallað um æðislega Sjampó burstann og er hann algjört must have í sturtuna! Ekki nóg með það hversu þæginlegur hann er í hársvörðinn heldur er hann líka styrkjandi og örvar blóðflæði sem þannig stuðlar að heilbrigðu og líflegu hári. Gott er að nota sjampó burstann í co wash þegar verið er að notast við Curly Girl aðferðina.

 

 

 Curly Girl Method er eitthvað sem er sniðugt fyrir alla að prófa og sérstaklega þær sem eru nú þegar með náttúrulegar krullur eða jafnvel bara liði. Konur, og líklega karlmenn líka, um allan heim hafa fengið einstakann árangur á aðferðinni og segja að krullurnar verða lygilega fallegar, ef ekki fullkomnar.

Ef þú hyggst prófa Curly Girl aðferðina en ert ekki viss hvað má eða skal nota er Pump haircare Curly Girl Method línan fullkomin og inniheldur allar þær vörur sem þú þarft fyrir sem bestann árangur. Eins og alltaf er hægt að leita til okkar í Glowup verslun á Strandgötu, senda á okkur á Instagram eða Facebook eða jafnvel mig sjálfa og við erum glaðar til í að aðstoða <3

 

Þangað til næst <3

 

Instagram: selmasoffia

0 comments

Skildu eftir athugasemd

All blog comments are checked prior to publishing