Nú eru nokkrir mánuðir síðan ég kynntist Alya skin maskanum fyrst og það er bara ekki aftur snúið. Ég bý núna í Barcelona og var að klára dolluna mína og örvænta í bið eftir þeirri næstu. Ég er sjálf með mjög olíukennda húð og hef áður átt við bóluvandamál að stríða og óhreinindi í húð, stíflur í húð hrjá mig enn (eins og nú flesta, enda mjög eðlilegt húðvandamál) og þarf ég því maska sem hjálpar húðinni að þrífa sig ásamt því að viðhalda náttúrulegum ljóma húðarinnar án þess að erta. Alya skin maskinn er einmitt það!

 

 

Hvað er Alya leirmaski?

Bleikir Ástralskir leirmaskar hafa verið mjög heitir í snyrtivöru heiminum í dag og ekki af ástæðulausu. Ekki nóg með það að þeir koma einstaklega fallega út með ljómandi bleika litinn á húðinni heldur gera þeir undur fyrir flestar húðtýpur. Hvort sem maskinn er notaður til að hreinsa, minnka svitaholur, minnka bólgumyndun eða bólumyndun, passar hann flest öllum húðtegundum og því orðinn algört must have í húðrútínuna. Mér fannst því tilvalið að fyrsta bloggfærsla Glowup væri um okkar heittelskaða Alya maska.

 

 

Hvað er í Alya leirmaskanum?

Bleikur leir er tegund af Kaolin leir og er blanda af hvítum og rauðum leir. Rauður Kaolin leir er góður fyrir olíukennda húð á meðan hvítur leir er akkúrat öfugt og því eru þeir fullkomin blanda í maska fyrir allar húðtegundir. Bleikur leir hjálpar við að endurnýja húðina og veita henni góðann raka á sama tíma og hann djúphreinsar húðina.

Bleikur Kaolin leir inniheldur gott magn af kísil sem hjálpar við að viðhalda teygjanleika húðarinnar og auka frumumyndun þannig húðin virkar yngri og meira ljómandi með tímanum. Kísill virkar einnig sem náttúrulegur bólgueyðir og hjálpar húðinni að viðhalda góðum raka. Bleikur leir inniheldur einnig magnesíum og zink og saman vinna þessi einstöku innihaldsefni sérstaklega vel á viðkvæma og þurra húð, einnig húð sem þjáist af exem.

Þar sem maskinn er ríkur af steinefnum hjálpar hann húðinni að auka kollagen framleiðslu á náttúrulegann hátt.

 

 

 

 Vinnur á stressi í húð

Bleikur leir vinnur undur í að næra húð sem hrjáist af miklum stresseinkennum. Hann hjálpar einnig við að róa húð sem er nú þegar hrjáð af miklum erting eða bólgum. Stress getur ollið öldrunareinkennum, bólumyndun og allskonar öðrum húðvandamál og því gott að halda því í skefjum.

 

Kemur jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar

Bleikur leir vinnur ekki einungis í að slétta húðina heldur vinnur hann líka í vandamálum sem byrja í undirlagi húðarinnar. Þau vandamál er oft erfitt að tækla, en þó hægt með réttum og góðum innihaldsefnum. Þar sem bleiki leirinn er fullkominn í að endurnýja húðina og ,,skrúbba“ hana þá getur hann unnið í að taka burt eiturefni og skít af undirlagi húðarinnar og þar að leiðandi komið meira jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar. Alya skin maskinn er því mjög góður fyrir einstaklinga sem hrjást af olíumiklu T-svæði.

 

Mjúkur á húðina

Þó að Alya maskinn og bleikur leir almennt vinnur í að ,,skrúbba“ húðina hentar hann einstaklega vel fyrir þurra húð ásamt olíukenndri og blandaðri húð þar sem hann skrúbbar og endurnýjar einstaklega vel en tekur ekki burt náttúrulegu olíur húðarinnar sem eru okkur svo mikilvægar. Vegna allra góðu innihaldsefna maskans hentar hann öllum einstaklega vel þar sem hann er ekki einungis að þrífa húðina heldur líka að næra hana.

 

 

 

Eins og sést er Alya skin maskinn algjör skincare draumur og er einnig vegan og cruelty-free sem skemmir ekki fyrir.

Að auki hefur Alya skin bætt við sig fleiri nýjungum í húðvörumarkaðinn eins og rakakrem, micellar vatn og andlitsskrúbb. Fjallað verður um þær í komandi bloggfærslum.

 

Takk fyrir mig og hlakka til að skrifa fleiri bloggfærslur fyrir Glowup í framtíðinni <3

Instagram: selmasoffia

0 comments

Skildu eftir athugasemd

All blog comments are checked prior to publishing