Góðan daginn kæru Glowup lesendur. Ég er Elín.
Ég útskrifaðist úr Mood Make Up School fyrir 8 árum og hef verið sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur síðan þá en ég byrjaði einmitt bloggið mitt á þeim tíma. Í gegnum árin hef ég síðan troðið mér á alla aðra samfélagsmiðla en held mig núna við Instagram þar sem ég tala mikið um allt milli himins og jarðar en þó alltaf með áherslu á öllu “beauty” tengdu.
 
Hér eru mínar 5 uppáhalds vörur sem eru í boði hjá Glowup:
 
Ég er með viðkvæma, blandaða húð og þarf að fara varlega þegar kemur að því að prófa nýjar húðvörur. Uppá síðkastið hef ég verið duglegri að skoða innihaldsefni og var mjög glöð að sjá að þetta krem er öruggt fyrir “acne prone” húð eða “noncomedogenic”.
Hef notað kremið síðustu vikur og ég er mjög hrifin af því. Áferðin er létt og gelkennd þannig kremið er létt og þægilegt á húðinni en er þó algjör rakabomba! Hentar mér vel bæði kvölds og morgna (og er líka gott undir farða).
 
 
Nú er ég mikil brúnkukona, ég er náttúrulega mjög ljós og kýs gervibrúnkur frekar en að steikja mig í sólinni (ætla að vera ung að eilífu!). Þessi froða fór beint í fyrsta sætið hjá mér en það er auðvelt að dreifa úr henni, hún þornar fljótt niður og liturinn endist vel og lengi! Hef líka mikið teygt mig í Medium froðuna þegar ég vil bara smá gylltan lit.
 
 
Var eiginlega búin að gefast upp á því að finna brúnku sem ég gæti notað á andlitið án þess að stíflast og fá bólur en elsku Wonder Water kom mér til bjargar! Ég nota það með Kabuki burstanum úr línunni og spreyja beint í burstann og “buffa” síðan yfir allt andlitið og niður hálsinn, fer svo að sofa og vakna fersk og sæt!
 
 
Allir sem nota gervibrúnkur vita hvað það getur verið leiðinlegt að skrúbba sig í hel í sturtunni en þessi vara er algjör game-changer! Ég nudda froðunni á húðina og leyfi ca 10-15 mínútum að líða áður en ég hoppa í sturtuna. Ég nota þá skrúbb hanskann létt yfir allt og brúnkan bara lekur af án vesens (meira að segja á erfiðu stöðunum þar sem brúnkur eiga til að festast). Algjör snilld!!
 
 
 
Eftir mörg ár af aflitun á nokkra vikna fresti byrjaði hárið mitt svo sannarlega að finna fyrir því og var orðið mjög skemmt. Síðasta árið hef ég náð að hjálpa því að komast aftur á betri stað og hef ég verið að fýla þetta sprey þegar ég ætla að blása og slétta það. Það hjálpar að leysa úr flækjum, gerir það silkimjúkt og heldur rakanum í hárinu.
Takk fyrir mig!
 
Instagram: @elinstefans

0 comments

Skildu eftir athugasemd

All blog comments are checked prior to publishing