Pump Haircare er hárvöru merki með hágæða hárvörum sem innihalda góð innihaldsefni og skila góðum árangri. Hvort sem um er að ræða hárvöxt, þurrt hár, slitið hár eða úfið hár þá er auðvelt að finna vörur frá Pump sem henta hverjum og einum.

 

 

Natasha Jay er stofnandi fyrirtækisins og hennar saga er einstaklega hvetjandi og gefur merkinu enn meiri heiðarleika og virðingu að mínu mati. Eftir mikla kvöð á 19 ára aldri fékk Natasha loks að vita að hún væri með algenga kvensjúkdóminn endómedríósa, sem hrjáir um 10% af öllum konum og einkennist af miklum verkjum ásamt hormónatruflunum og ójafnvægi sem þar að leiðandi olli því að Natasha var að missa mikið hár. Þar sem hún er hárgreiðslukona fór þetta sérstaklega á hennar andlegu hlið.

Hún prófaði alls konar hárvörur sem lofuðu öllu fögru í hárvexti og þykkingu en þó ekkert sem virkaði. Hún breytti einnig í hollara og næringarríkara mataræði sem á að hjálpa en munurinn var enn lítill sem enginn og hvarflaði það þá að henni að hún væri að nota alls konar óæskileg efni í hárið. Hún endaði því á að eyða mörgum kvöldum í að rannsaka innihaldsefni, vörur og fleira sem gætu hjálpað hárinu.

Eftir alla þessa rannsóknarvinnu byrjaði Natasha að vinna í að gera sína eigin hárlínu gerða úr plöntum, jurtum og alveg náttúrulegum efnum. Hún byrjaði svo á að prufa vörurnar sínar á sínum eigin kúnnum og eftir hverja heimsókn var hægt að sjá stórann mun á hárinu þeirra og rót.

Fyrstu vörurnar hennar voru því Pump Growth sjampó og Pump Growth hárnæring og jákvæða endurgjöfin leyndi sér ekki! Í dag er vörulínan orðin stærri með yfir 37 vörur og eru þær seldar í yfir 90 löndum.

 

Growth hárlínan inniheldur efnið Biogro sem er aðeins að finna í Pump hárvörunum.

 

 

Biogro serum

Biogro serumið er sérstaklega hannað fyrir þá einstaklinga sem eru með sjáanlega þinnandi hár. Með sérstakri tækni hjálpar það að auka hárvöxt. Samkvæmt vísindalegri rannsókn sögðust þátttakendur sjá mun á hárinu og þykkt. Serumið er sett í rótina einu sinni á dag eða einu sinni í viku ef verið er að nota Pump Growth derma rúlluna samhliða. Það þarf ekki að þvo það úr.

 

 

 

 Growth sjampó

Þegar hárið fær ekki nóg súrefni í rótina verður það veikt og meira viðkvæmt fyrir brotnun og losun. Pump Growth sjampóið inniheldur háþróaða efnið Coenzým Q10 -Ubiquinol. Coenzým Q10 getur aukið keratín framleiðslu sem gefur lengra og þykkara hár.

 

 

Growth hárnæring

Pump Growth hárnæringin er mjög nærandi og rakagefandi næring sem inniheldur einstöku BiogroTM formúluna. Næringin er sérstaklega hönnuð til að koma í veg fyrir brotnun á hárinu og loka á slitna enda sem þar að leiðandi hjálpar hárinu að vaxa og þykkjast. Aðal innihaldsefni er villt jamrót, brenninetla og Coenzým Q10

 

 

Growth hármaski

Pump Growth maskinn getur styrkt hárið ásamt því að auka hárvöxt þess og koma í veg fyrir slitna enda. Maskinn inniheldur hágæða BiogroTM formúluna sem einungis er fáanleg í Pump vörunum. Natasha Jay eigandi og stofnandi Pump eyddi miklum tíma í að rannsaka og finna innihaldsefnin í Growth hármaskann til að fullkomna virkni hans.

 Best er að særa slitna enda af hárinu fyrir notkun maskans og setja hann svo í allt hár, eða frá miðju í endana. Maskinn skal bíða í hárinu í að minnsta kosti 10 mínútur fyrir sem bestann árangur.

 

 

Mermaid Lengths spreyið

Þetta sprey fær mína allra hæstu einkunn og er ein af mínum persónulegu uppáhalds vörum í Glowup. Pump Mermaid Lenghts spreyið er ætlað að koma í veg fyrir brotnun og slitna enda. Spreyið inniheldur biotin, Co2 þykkni úr kiwi fræum og fleiri kröftugleg innihaldsefni sem stuðla að því að styrkja enda hársins og gefa því á endanum hafmeyju hár!

Biotin styrkir hárið og þykkir það ásamt því að koma í veg fyrir slitna og brotna enda og gefa því raka. Spreyið inniheldur líka Ashwagandha rótarpúður sem einnig stuðlar að heilbrigðu hári, en inniheldur einnig andoxunarefni sem verja hárið gegn mengunum í andrúmsloftinu. Hyaluronic sýra er einnig að finna í spreyinu og gefur hún hárinu raka þar til það er þrifið næst. Co2 þykkni úr kiwi fræum innihalda mikið magn zink og E vítamín sem stuðla að heilbrigðum hárvexti og gefa hárinu líf.

Spreyið má spreyja daglega í þurrt eða blautt hár.

 

 

Liquid Gold Growth olía

Liquid Gold Growth olían er hálfgerð meðferð sem þú notar fyrir hárþvott. Olíuna skal bera í allt hárið frá rót til enda og leyfa bíða í að minnsta kosti 20 mínútur áður en farið er í sturtu. Olían inniheldur svarta Jamaican castor olíu, Argan olíu, náttúrulegt prótín úr Brazilískum hnetum og ólífu olíu, allt innihaldsefni sem stuðla að því að byggja upp og styrkja hárið.

 

 

Pump Derma Hair Growh Roller

Það kannast líklegast flestir orðið við vinsælu derma rúllurnar í skincare heiminum í dag, en fáir vita að sama meðferð má einnig nota til að auka hárvöxt (athugið að mælt er með að fara varlega í slíka meðferð og kynna sér allt vel áður). Þessi meðferð hefur mikið verið rannsökuð og virknin og árangurinn leynir sér ekki. Rúllan inniheldur 540 1.5 mm langar nálar sem þú rúllar yfir rótina. Þessi meðferð kemur á stað náttúrulegu ferli líkamans í að laga sárin sem þar að leiðandi eykur hárvöxt og þykkir hárið á því svæði sem rúllað er á.

Mælt er með að  nota rúlluna einu sinni í viku. Gott er að bera Liquid Gold Growth olíuna eða Biogro serumið áður og nota Derma rúlluna til að nudda vöruna vel í rótina.

 

 

Growth línan inniheldur einnig serum fyrir augabrúnir og augnhár sem virkar einstaklega vel til að þykkja og gefa líf á þau svæði.

 

Ég hef bæði persónulega reynslu og lesið ótal reynslusögur af Pump Growth línunni frá Natasha Jay og finnst mér árangurinn algjörlega magnaður og hvað þá þar sem allar vörurnar innihalda einungis náttúruleg og góð innihaldsefni ásamt því að vera vegan. Ekki skemmir fyrir að umbúðirnar fyrir vörurnar eru einnig valdnar á þann hátt að þær séu endurunnar og ekki skaðlegar fyrir umhverfið. Reynslusaga Natasha Jay og saga uppruna fyrirtækisins Pump Haircare er einnig einstaklega hvetjandi og gefur manni mikla trú á það sem Pump hefur fram á að færa.

Ég mæli með að kíkja í Glowup fyrir frekari ráðgjöf eða senda okkur skilaboð á instagram eða facebook ef þið hafið einhverjar spurningar eða efasemdir um hvaða vörur skal velja.

 

Þar til næst <3

Instagram: selmasoffia

0 comments

Skildu eftir athugasemd

All blog comments are checked prior to publishing