Ég hef verið alveg sjúk í brúnkuvörur í mörg ár. Ég hef alltaf verið með mjög hvíta hörund og um leið og ég loks áttaði mig á því hvað ljósabekkirnir eru skaðlegir skipti ég alfarið yfir í brúnkukremin og froðurnar. Mér finnst alveg geggjað að sjá hvað gervi brúnka er heit í dag og fólk hætt að sækja ljósabekkina, því ekki nóg með hættuna á húðkrabbameini heldur eru þeir alveg hrikalega skaðlegir húðinni uppá öldrun og allskonar húðvandamál að gera og kemur þessi skaði mjög hratt í ljós.
Dripping Gold er æðislegt brúnkumerki sem við erum með í Glowup og byggir það ekki aðeins á brúnku heldur inniheldur einnig alltaf mjög nærandi og rakagefandi innihaldsefni fyrir húðina. Mikilvægt er að finna hvaða vara hentar hverjum og einum, sumir eru meira fyrir krem, aðrir froður og aðrir jafnvel vökva eða sprey. Dripping Gold er einmitt með mikið úrval af allskyns tegundum og litum í vörunum sínum. Vörurnar skilja eftir litla sem enga lykt og þorna mjög hratt.
Við hjá Glowup höfum fengið ótal margar spurningar um hvernig sé best að bera brúnku á, undirbúa húðina fyrir brúnku og jafnvel viðhalda góðri brúnku. Ég ákvað því að taka saman nokkra góða punkta og setja saman í bloggfærslu.
Undirbúningur
Eins og flestir kannski vita sem hafa einhverntíman notað brúnkukrem að þá er best að undirbúa húðina vel fyrir. Þá er átt við að skrúbba húðina vel í sturtu áður en borið er brúnkuna á. Í Glowup eigum við einmitt fullkominn skrúbbhanska sem vinnur í að skrúbba húðina án þess að vera of grófur á húðina. Einnig er hægt að nota Fresh Glow – tan removal ef maður er með gamla brúnku á sér. Þá skolast allt af húðinni og húðin verður fullkomlega mjúk og tilbúin í nýja umferð af brúnku.
Ásetning
Best er að bera brúnkuna á með brúnkuhanska til að fá sem besta áferð og enga flekki. Með Dripping gold kemur liturinn svo hratt í ljós að auðvelt er að sjá hvar búið er að bera á. Til að bera á fingur og jafnvel tær er gott að nota Wonder Water andlitsvatnið. Það er í spreyformi og hægt að dreyfa með Dripping Gold Kabuki burstanum til að fá fullkomna áferð. Annars er gott að dreyfa í kringum þessi svæði vandlega með brúnkuhanskanum og beygja fingur í hálfgerða kló svo hnúar verði ekki flekkóttir.
Viðhald
Það getur verið mjög misjafnt hversu lengi brúnka endist á hverjum og einum og getur farið eftir öllu, eins og sturtuferðum og fleira. En gott er að halda húðinni rakagóðri með nýja Post Party kreminu, það innihedur kókoshnetuþykkni og fleiri góð innihaldsefni sem mýkja húðina og læsa raka í húðinni. Ef húðin er rakagóð er bæði auðveldara að bera brúnku á, hún endist lengur og áferðin verður fallegri. Ein af mínum uppáhalds vörum frá Dripping Gold er einmitt Body tune kremið sem er æðislegt krem sem gefur ótrúlega fallega brúnku og ljóma um leið og hún er borin á og fer síðan af í næstu sturtuferð, svipað og body lotion nema með lit. Ég ber ávallt Body tune á mig ef ég hafði ekki tíma fyrir aðra brúnkukrems áferð og er á leiðinni eitthvað fínt og langar í meiri lit. Ég nota það til dæmis mikið á fæturna þegar ég er berleggja, og bara vá hvað það gerir mikið! Einnig er Dripping Gold með æðisleg sólarpúður sem hönnuð eru fyrir bæði andlit og líkama. Ef brúnkukremið er farið að skiljast eða óvart hefur myndast flekkir sem ekki er tími til að laga, er hægt að nota Kabuki burstann og dreyfa sólarpúðrinu á þau svæði til að hylja.
Andlit
Fyrir andlit er Wonder Water spreyið algjör fullkomnun! Eins og aðrar vörur frá Dripping Gold inniheldur það dásamleg efni sem næra og gefa húðinni raka eins og E vítamín sem ver húðina og nærir hana. Spreyið stíflar ekki húðina og gefur jafna áferð. Gott er að blanda því með kabuki bursta fyrir sem bestu áferð. Lyktin af því skemmir svo sannarlega ekki fyrir!
Brúnkuvörur í dag eru orðnar svo vandaðar og margskonar miðað við hvernig þær voru fyrir nokkrum árum og því mjög auðvelt að líta náttúrulega og fallega út. Mínar must have Dripping Gold vörur eru Wonder Water, Liquid Luxe líkamsspreyið, skrúbbhanskinn, Post party kremið og Body tune. Ég vona að þessi færsla geti verið til hliðsjónar fyrir hvern þann sem finnst hann/hún þurfa aðstoð við brúnkuvörur. Þangað til næst <3
Instagram: selmasoffia
0 comments